Léttir milliveggir eru hlaðnir úr léttsteypueiningum eða gipsklæddir á blikkstoðir. Veggir og loft eru spörtluð, grunnuð og máluð með tveimur umferðum af ljósri plastmálningu af háum gæðaflokki. Íbúðir afhendast án gólfefna nema á baði en þar verða gólf flísalögð. Innihurðir eru frá Parka, plastlagðar hvítar á lit.

Allar innréttingar og fataskápar eru frá frá danska innréttingaframleiðandanum HTH sem framleitt hefur innréttingar frá 1996.

Fataskápar í herbergjum og forstofu eru plastlagðar með askútliti. Að innan eru skápar hvítir. Í eldhúsi og á baðherbergi eru borðplötur plastlagðar, sólbekkir íbúða verða plastlagðir. Hefðbundið ofnakerfi er í húsinu og er því skilað fullbúnu samkvæmt teikningum.

Eldhúsinnrétting er frá Ormsson – HTH. Innrétting er plastlögð með askútliti með hvítu innvolsi í neðri skápum og hvítir efri skápar með hvítu innvolsi, plastlagðri borðplötu ásamt vaski og blöndunartækjum. Helluborð, blástursofn og gufugleypir eru úr stáli af gerðinni AEG frá Ormsson eða sambærilegt.

Baðinnrétting er plastlögð/spónlögð ask með hvítu innvolsi, plastlagðri borðplötu og er spegill fyrir ofan ásamt lýsingu. Hreinlætistæki eru af vandaðri gerð frá Byko. Salernið er upphengt og innbyggt. Hitastýrð blöndunartæki eru við sturtu. Veggir eru flísalagðir í u.þ.b. 2,1 metra hæð með hvítum flísum 10sm*30sm. Gólf eru flísalögð með 30X30 dökkum flísum frá Álfaborg.

Söluaðilar

  • Grensásvegi 11
  • 108 Reykjavík
  • Bæjarlind 4
  • 201 Kópavogur
  • Hlíðasmári 4
  • 201 Kópavogur