Um er að ræða 47 íbúðir í 1 húsi með 2 stigagöngum. Húsið er 5 og 6 hæða auk kjallara.
Á 1. hæð er efri bílageymsla ásamt verslun. Bílageymslur eru á 2 hæðum, keyrt er niður í kjallara í neðri bílageymslu. Stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum. Geymslur og tæknirými eru flest í kjallara og á 1 hæð.
Húsið er staðsteypt einangrað og klætt að utan með sléttu og báruðu áli. Lyftur eru í báðum stigagöngum sem ná niður í bílageymslur. Húsið er fyrri áfangi á lóðinni í seinni áfanga verða byggðar 33 íbúðir að sunnan til á lóðinni.
Arkitektar hússins eru KRARK og lóðarhönnuðir Landform.
Mikið útsýni er frá húsinu.