Vel skipulagðar og vel staðsettar 2ja - 4ra herbergja íbúðir á Nýbýlavegi 10 í nýju sex hæða fjölbýlishúsi með bílakjallara.
Lyftur eru í húsinu og stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum. Sameignarrými eru flest í kjallara og á 1. hæð er efri bílageymsla ásamt verslun.
Frábær staðsetning og öll þjónusta rétt innan seilingar. Í götunni er að finna Bónus, bakarí, veitingastaði og apótek. Þá eru samgöngutengingar góðar og stutt í ýmsa útivistarmöguleika s.s. Fossvogsdal, Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Heilsugæslan, Tónlistarhús Kópavogs og Gerðarsafn ásamt annari þjónustu í Hamraborg er í göngufæri.
Íbúðirnar afhendast í mars 2021 eða eftir nánari samkomulagi.